Fyrirtækið
Nafn: Gate ehf. (Dreamy Living)
Kennitala: 431123-1770
Netfang: dreamy@dreamy.is
Heimilisfang skrifstofu: Hellishólar 2, Selfossi
Almennt
Dreamy Living afgreiðir pantanir þegar greiðsla hefur borist fyrir þær vörur sem pantaðar eru. Strax og greiðsla berst sendum við þér staðfestingu með tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Dreamy Living.
Afhending og sendingarkostnaður
Við sendum vörur um land allt. Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag þegar greiðsla hefur borist í gegn á þeim vörum sem pantaðar eru.
Greiðslur og öryggi við pantanir
Hægt er að greiða pantanir með greiðslukorti. Dreamy Living þarf hvorki að taka við né geyma kortanúmer viðskiptavina sinna. Viðskiptavinur velur vöru á vefsíðunni dreamy.is og þegar kemur að greiðslu er hann fluttur yfir á Greiðslusíðu Rapyd þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram.
Greiðslusíða Rapyd tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina eru meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegar þriðja aðila.
Netverð
Öll íslensk verð á oktaliving.is eru með virðisaukaskatti. Vinsamlegast athugaðu að vöruverð á dreamy.is getur breyst án fyrirvara og að öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.
Skilaréttur
Vísað er til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Viðskiptavinur hefur 14 daga skilarétt á öllum vörum frá Dreamy Living.
Vörum sem eru pantaðar af netinu er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé heil í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi með. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema við eigi og viðskiptavinur hafi óskað eftir afhendingarmáta sem telja má ódýrastan. Viðskiptavinir skulu bera beinan kostnað af því að skila vöru. Viðskiptavinir skulu tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins, en það er m.a. hægt að gera með því að senda tölvupóst á netfangið dreamy@dreamy.is eða Dreamy Living staðlað uppsagnareyðublað sem er að finna á vef Neytendastofu www.neytendastofa.is (þar sem jafnframt er að finna frekari upplýsingar um skilarétt), en í kjölfarið skal Dreamy Living láta viðskiptavini í té kvittun fyrir móttöku uppsagnarinnar. Vakin er athygli á því að sönnunarbyrði um að réttur til að falla frá samningi sé nýttur í samræmi við ákvæði 19. gr. laga um neytendasamninga nr. 16/2016, hvílir á viðskiptavininum, sbr. g-liður 1. mgr. 5. gr. laganna.
Ábyrgðarskilmálar
Ef vara frá Dreamy Living reynist gölluð á viðskiptavinur rétt á fullri endurgreiðslu eða fá nýja vöru senda sér að kostnaðarlausu.
Trúnaður og persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Við leggjum áherslu á að varðveita upplýsingar þínar á öruggan hátt og áframsendum ekki netföng né annað sem tengist viðskiptavinum.
Lög og varnarþing
Varnarþing er Héraðsdómstíll Suðurlands.
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Dreamy Living á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.